Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út fyrir skömmu lista yfir Covid-19 smit eftir póstnúmerum í umdæminu.
Þar segir að 1 einstaklingur er í sóttkví í Ólafsfirði en enginn á Siglufirði.
13 einstaklingar eru í einangrun og 51 í sóttkví á Norðurlandi eystra.
Nú um helgina komu upp 4 staðfest smit á Akureyri og teygja þau anga sína m.a. inn í Giljaskóla á Akureyri.
