Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara hefst samkvæmt vikuplani  miðvikudaginn 1. september nk. og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.

Dagskrár eru aðgengilegar í pdf formi hér fyrir neðan:

Skálarhlíð – Siglufirði       

Hús eldri borgara í Ólafsfirði 

Dagskrár verða framlengdar eða uppfærðar eftir því sem við á og gilda núverandi dagskrár til og með 1. september nk.

Nánari upplýsingar veitir Helga Hermannsdóttir, Skálarhlíð, í síma 467-1147 og 898-1147 og Gerður, Húsi eldri borgara, sími 864-4887