FM Trölli býður hlustendum sínum upp á gospel tónlist alla sunnudagsmorgna frá 09.00 – 12.00
Gospel er tónlistarstefna sem gengur út á það að tala við Guð, lofa hann og biðja til hans í gegnum tónlist. Tónlist er og var stór partur af kristinni trú, og áður en gospel varð til sem slíkt þá voru sálmar sungnir í messum. Eftir að Evrópubúar fóru að eigna sér land í Norður-Ameríku voru sumir þeirra farnir að halda langar lofgjörðarstundir í staðinn fyrir hefðbundnar messur. Gospel skiptist í nokkra undirflokka; svart gospel, hvítt gospel eða Suður-gospel, nútíma gospel og samtíma gospel, gospel blús, bluegrass-gospel og kristileg sveita-tónlist.
Tegundir
Svart gospel þróaðist að hluta til frá kristnum þrælum frá Vestur-Afríku sem sungu saman úti á ökrunum. Þeir notuðu söngvana til þess að eiga samskipti við hverja aðra. Kristileg lofgjörð var mjög stór partur af afrísku samfélagi. Gospelið heyrðist fyrst í afrísk-amerískum kirkjum á fjórða áratug.
Nú til dags er svart fólk í kirkjukórum sem syngur í messum það sem flestir hugsa um þegar talað er um svart gospel.
Hvítt gospel byrjaði á seinni hluta 19. aldar og var gert vinsælt af frægum hvítum söngvurum eins og til dæmis Elvis Presley.
Flytjendur hvíta gospelsins nutu mikilla vinsælda en flytjendur svarta gospelsins áttu erfiðara með að finna sér áheyrendur. Mörgum fannst auðveldara að flytja jazz-lög eða blús heldur en gospel-tónlist. Aðeins nokkrum svörtum flytjendum tókst að láta ljós sitt skína fyrir 1950. Gospel-tónlist var í rauninni fyrst almennilega kynnt til sögunnar þegar Elvis Presley varð frægur og fór að syngja mikið í gospel-stílnum.
Hann hafði alist upp við að hlusta á svarta gospel-tónlist. Svo fóru fleiri frægir söngvarar að taka upp gospel-tónlist, til dæmis Ray Charles, Aretha Franklin og margir fleiri. Það hjálpaði mikið til við að kynna gospel fyrir almenningi. Um 1970 hafði hvíta gospelið þróast aðeins yfir í nútímalegri tónlist. Eftir að kirkjum og ungmenna lofgjörðarsamkomum fjölgaði varð ákveðin tegund af gospel-tónlist sem kallast „Lofum og tilbiðjum“ einnig mjög vinsæl.
Gospel-blús kom fram á sama tíma og venjulegur blús og nafnið segir í rauninni til um hvers konar gospel það er.
Aðrar gerðir gospel-tónlistar eru ekki eins útbreiddar.
Faðir gospel-tónlistar
Thomas A. Dorsey er talinn vera „faðir gospeltónlistar“. Hann var upphaflega blústónlistarmaður en sótti árlega fundi hjá „National Babtist Convention“ og á einum slíkum fundi heyrði hann fyrst tónlist sem hafði verið samin af mjög frægum gospel-tónlistarmanni, Charles A. Tindley. Eftir það fór Thomas að skrifa sjálfur gospel-tónlist. Hann hlaut hins vegar ekki miklar vinsældir í fyrstu vegna þess að mörgum íhaldsmönnum fannst að hann skyldi blanda saman hinu heilaga og blús/jazz-takti vera tónlist djöfulsins. Kirkjan var því sammála og fannst tónlistin Dorsey ekki vera þess verðug að heyrast innan dyra sinna. Dorsey hélt áfram að semja tónlist og sendi sjálfur út 500 eintök af lagi sínu „If you see my savior“ í allar kirkjur landsins. Þremur árum seinna fékk hann loksins tilboð. Eftir það gekk allt eins og í sögu og áður en hann dó þá hafði hann samið meira en 800 gospel-lög.Ásamt honum eru margir áhrifavaldar í gospel tónlist.
Áhrifavaldar
Mahalia Jackson (1911-1972) var mjög fræg gospel-söngkona á meðal unga fólksins þá. Hún skrifaði undir samning hjá Columbia Records á 6. áratugnum og vinsældir hennar áttu enn eftir að aukast. Hún kom fram í „Ed Sullivan Show“ og fékk þannig tækifæri til að syngja rétt áður en Martin Luther King jr. fór með frægustu ræðuna sína, „I have a dream“. Hún söng svo lag eftir Dorsey í jarðarför Kings.
Ward (1924-1973) og hljómsveitin hennar „the Clara Ward Singers“ voru með það markmið að flytja orð Guðs til fólksins sama hvar þau voru, jafnvel á næturklúbbum. Clara Ward hafði bein áhrif á gospelferil Marion Williams, en hann söng með hljómsveitinni hennar á einum tímapunkti, og hún hafði einnig mikil áhrif á Little Richard og Aretha Franklin (sem sagði að Clara Ward væri átrúnaðargoðið sitt).
James Cleveland (1931-1991) var af mörgum gospel-aðdáendum vera „Konungur gospelsins” vegna þess að hann hlaut þrenn Grammy-verðlaun fyrir verk sín. Hann var mjög heillandi söngvari og hélt áheyrendum sínum hugföngnum með söng sínum þrátt fyrir að rödd hans hljómi pínu „rispuð”. Hann stofnaði einnig „the Gospel Music Workshop of America“ árið 1968 sem er stærsta gospel-stofnun í heimi. Í gegnum hana tókst honum að koma boðskapnum til mjög margra.
Edna Gallmon Cooke og Brother Joe May voru mjög frægir gospel söngvarar á 6. og 7. áratugum.
Witney Houston var heldur ekki ókunnug gospel-tónlist en þekktasta gospellag sem hún söng var lagið „Jesus Loves Me“. Rætur gospelsins liggja í fjölskyldu hennar alveg til fjórða áratugarins. Árið 1938 stofnaði Nicholas „Nitch“ Drinkard, afi Whitney Houston, sönghóp í Savannah. Söngvararnir voru börnin hans, Emily eða „Cissy“, Anne, Nick og Larry. Sönghópurinn, eða hljómsveitin var kölluð The Drinkard Four og seinna meir var hún þekkt sem The Drinkard Singers. Um 1950 flutti fjölskyldan til New Jersey og hljómsveitin tók upp nokkrar smáskífur. Þau komu fram á „the Newport Jazz Festival“ í júlí árið 1957 og eftir það tóku þau upp plötu. Þetta var fyrsta alvöru plata hljómsveitarinnar en þau héldu áfram að taka upp fram á sjöunda áratug.
Gullöldin
Tímabilið frá 1945-1965 er oft talað um sem gullöld gospel-tónlistarinnar vegna þeirra gífurlegu vinsælda sem stefnan hlaut á þessum árum, vegna mikillar grósku í plötuupptökum og margar nýjar hljómsveitir voru stofnaðar. Á þeim tíma voru söngvarar eins og Mahalia Jackson og hljómsveitir eins og Swan Silvertones, the Caravans, the Clara Ward Singers og the Original Gospel Harmonettes við lýði. Þó hefur líka verið sagt að gullöld gospel-tónlistar sé fimmti, sjötti og sjöundi áratugurinn og ekki er alveg víst hvað sé réttara. Árið 1995 skrifaði Horance Clarence Boyer bókina „The Golden Age of Gospel“ þar sem hann kynnir sögu svarta gospelsins og fram yfir gullöldina. Hann kynnir mjög marga helstu tónlistarmenn stefnunnar og segir frá sérstökum stíl hvers og eins þeirra.
Oh Happy Day
Árið 1967 var lagið „Oh Happy Day“, sem er sennilega lag sem flestir hugsa um þegar minnst er á gospel-tónlist, tekið upp af ungmennakór Norður-Kaliforníu. Seinna var það endurtekið af hljómsveitinni the Edwin Hawkins Singers. Þetta eina lag býr til út frá sér nýjan stíl innan gospeltónlistar eða stílinn nútíma-gospel. Þeir tónlistarmenn sem falla undir þessa stefnu eru til dæmis Walter Hawkins, Tramaine Hawkins, Andraé Crouch and the Disciples, the Winans og the Clark Sisters. James Cleveland og Mattie Moss Clark áttu einnig sinn þátt í því að gera þessa stefnu fræga með því að semja mikið af lögum og taka upp lög með stórum kórum.
Enn í dag er gospel-tónlist mjög vinsæll tónlistarstíll á meðal kristins fólks. Sálartónlist er önnur tónlistarstefna sem átti upptök sín í Bandaríkjunum og hún samanstendur af eiginleikum gospel-tónlistar og R&B. Sumir gospel-tónlistarmenn hafa einnig komið sér áfram á fleiri tónlistarsviðum svo sem popptónlist, R&B og kántrí en aðrir hafa haldið sig alfarið við gospel-tónlistina. Dæmi um mjög frægar gospelsveitir í dag eru Jesus Culture og Hillsong United. Jesus Culture byrjaði árið 1999 og Hillsong United árið 1983 en ennþá í dag eru þetta mjög frægar hljómsveitir.
Upplýsingar teknar af vef: Wikipedia
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir