Sunnudaginn 20. nóvember 2022 ætlar fjölskyldan hans Núma Magnússonar að gefa út lagið Númi.

Númi, sem lést í byrjun árs 2015, hefði orðið fertugur í ár og vildi fjölskylda hans minnast hans með þessu lagi.

Með útgáfu lagsins viljum við benda fólki á Píeta samtökin og þeirra starf, til hjálpar fólki sem er með sjálfsvígs hugsanir.

Númi tók sitt eigið líf annan janúar 2015 og eins og segir í texta lagsins:
“Enga von þú sást handan við hornið, villu vega leiddu skuggarnir þig.
Fastur í þínu eigin dimma hugskoti, og lævísar raddirnar grófu um sig.”

Ef einhver hefur þessar hugsanir eða hefur liðið eins og Núma okkar, hringdu í Píeta samtökin núna og fáðu hjálp í síma 552 2218.

Lagið Númi er samið af Magnúsi G. Ólafssyni og textinn er eftir systur Magnúsar, Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur.

Lagið er spilað og tekið upp af nánustu fjölskyldu og vinum þeirra og verður frumflutt í þættinum Tíu Dropum á sunnudaginn á FM Trölla og trolli.is.

Magnús Ólafsson og synir hans, Magnús, Alexander og Ída ætla af þessu tilefni að mæta í viðtal á Trölla kl. 11.00, þar sem lagið verður frumflutt.

Fjölskyldan vill þakka öllum þeim sem hjálpuðu við að koma laginu út og þá sérstaklega Gulla Helga og Gunnari Smára fyrir hjálpina.

Söngur: Ída Irené Oddsdóttir
Trommur: Alexander Magnússon
Gítar: Magnús Jón Magnússon
Bassi: Gunnlaugur Helgason
Mix og master: Gunnar Smári Helgason
Gítar, hljómborð og forritun: Magnús G Ólafsson

Hægt er að nálgast lagið á Spotify og Youtube.

Þeim sem vilja minnast Núma Magnússonar er bent á reikning Pieta samtakanna:
0301-26-041041, Kt: 410416-0690


Lagið á Spotify og Youtube