Vegna hins geysivinsæla og óumdeilda viðburðar, HM í knattspyrnu sem fer fram í Katar mun RokkBoltinn taka sér vetrarfrí.

Vegna keppninnar fara flestar ef ekki allar deildir í heiminum í frí og því lítið um að vera í boltanum, fyrir utan þessa örlitlu keppni í Katar.

Keppnin hefst sunnudaginn 20. nóvember og er opnunarleikurinn milli heimamanna í Qatar og Ecuador og hefst leikurinn kl. 16:00. Mánudaginn 21. nóv kl. 13:00 eigast við England og Íran og svo rúllar þetta áfram þangað til tvö lið standa eftir og munu þau leika til úrslita 18. des kl. 15:00.

RokkBoltinn mun síðan fara af stað á nýju ári.