Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var haldinn hátíðlegur, í blíðskapar veðri, á Hvammstanga í dag. Yfirbragð hátíðahaldanna minnti á gamla tíma. Boðið var upp á andlitsmálun, götumat, handíðir o.fl. fyrir alla fjölskylduna.

 

Börnin bjuggu til skrúðgöngubrúður og máluðu fána með Handbendi Brúðuleikhúsi, Möggu Sól og öðru handverksfólki.

 

Í húsnæði Menningarfélagsins var listasmiðja með Danielle Rante, í samstarfi við NES listamiðstöð á Skagaströnd. Þar var unnið með sólarljósið til að prenta bláhvítar ljósmyndir með svokallaðri “Cyanotype” tækni.

Danielle Rante

 

Svo var skrúðganga frá Félagsheimilinu þar sem Hestamannafélagið Þytur leiddi gönguna.

Staldrað við og sungið fyrir gamla fólkið

 

Hátíðahöldunum lauk svo með ávarpi fjallkonunnar og tónlistaratriðum.

 

Frétt og myndir: Gunnar Smári Helgason