Eftir 8 ára hlé stóð Umf Glói fyrir hlaupi á 17. júní á Siglufirði á nýjan leik. Um 20 krakkar tóku þátt og stóðu sig alveg frábærlega. Hlaupið fór fram á gamla malarvellinum og þótti mörgum gaman að sjá líf þar á ný.
Keppt var í fjórum aldursflokkum og var sá yngsti fjölmennastur. Allir fengu verðlaun fyrir þátttökuna. Er stefnt að því að hlaupið verði árlegur viðburður hjá félaginu, líkt og það var um árabil.
UMF Glói: “Kærar þakkir fyrir þátttökuna krakkar.”
Texti og myndir: UMF Glói