Uppskriftin er stór og því getur verið snjallt að frysta helminginn af buffunum til að eiga síðar.

Hakkbuff í raspi (fyrir 10 manns)

  • 500 g nautahakk
  • 500 g svínahakk
  • 2 egg
  • 1 ½ dl rjómi
  • 2 msk dijonsinnep
  • salt og pipar
  • rasp

Blandið öllum hráefnunum fyrir utan raspinn saman í skál. Mótið buff úr blöndunni, veltið þeim upp úr raspi og steikið á pönnu þar til þau fá fallega steikingarhúð. Raðið steiktu buffunum í smurt eldfast mót og látið í 180° heitan ofn þar til fullelduð.

Sósa:

  • steikingarsoðið sem er eftir á pönnunni
  • 2½ dl vatn
  • 2½ dl rjómi
  • 1½ – 2 grænmetisteningar
  • ½ msk rifsberjahlaup
  • salt og pipar
  • maizena til að þykkja sósuna og jafnvel sósulit til að dekkja hana (má sleppa)

Hellið vatninu á pönnuna og látið sjóða saman við steikingarkraftinn sem er á pönnunni eftir buffin. Hrærið hann upp svo að ekkert verði eftir á pönnunni. Sigtið yfir í pott og bætið rjóma, grænmetisteningi og rifsberjahlaupi saman við. Látið sjóða saman og smakkið til með salti og pipar, og jafnvel meiri grænmetiskrafti. Þykkið sósuna með maizena og viljið þið dekkri sósu bætið þá nokkrum dropum af sósulit  út í.

Berið fram með kartöflumús og rifsberjahlaupi.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit