Halldór Gunnar Hálfdansson bóndi á Molastöðum í Fljótum skrapp í gær með dróna og fjárhunda til að hafa upp á fjallafálum sem sluppu frá gangnamönnum um liðna helgi.

Hann leitaði þeirra á utanverðum Almenningum, þar sem mörk Skagafjarðar og Eyjafjarðarsýslna liggja á Tröllaskaga.

Svæðið er stórbrotið og er þekkt fyrir jarðsig og skriðuföll.

Eins og sjá má á þessum stórbrotnu myndum er Siglufjarðarvegur glæfralegur á að líta þar sem hann nánast lafir utan í skriðunum.

Náði Halldór Gunnar að staðsetja 7 kindur sem verða síðan sóttar í sér leiðangri.

Myndir/ Halldór Gunnar Hálfdansson