Lögð er fram beiðni deildarstjóra tæknideildar um viðauka við gildandi fjárhagsáætlun vegna viðgerða og úrbóta á fráveitu á Siglufirði og Ólafsfirði á 715. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Óskað er eftir 3,0 millj.kr. vegna endurnýjunar á lögn við Eyrarflöt , 2,5 millj.kr. vegna nýrrar þrýstilagnar frá dælubrunni við Gránugötu og 3,5 millj.kr. vegna skólpdælu í dælubrunn við Ósinn á Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir framlagða ósk um viðauka og felur deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu að útbúa hann og leggja fyrir bæjarráð.