Líkt og undanfarin ár verður Ungmennafélagið Glói með hlaup fyrir börn á 17. júní á Siglufirði og fer það fram á Rammalóðinni líkt og í fyrra.

Hlaupið er fyrir börn 6 – 11 ára, fædd 2013 – 2018 og hefst kl. 10.00. Tveir og tveir árgangar munu hlaupa saman.

Vonast er til að sem flestir mæti til að taka þátt og til að hvetja hlaupagarpana til dáða.

Mynd/Umf Glói