Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar þriðjudaginn 29. október næstkomandi kl. 16.
Fundurinn verður haldinn í íþróttahúsinu í Hrísey í tilefni af 20 ára sameiningarafmæli Akureyrar og Hríseyjar.
Fundurinn er öllum opinn. Á dagskrá eru meðal annars verkefni Akureyrarbæjar í Hrísey. Hér er hægt að skoða dagskrá fundarins.
Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur hér á heimasíðunni að honum loknum. Hér má finna upptökur frá bæjarstjórnarfundum.