Nú stendur yfir 30 ára afmælismót Sjóstangveiðifélags Siglufjarðar.
Mótið var sett í gærkvöldi, og í morgun var lagt úr höfn til veiða. Dagskráin er svofelld:
Föstudagur 23. ágúst
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju – Kl. 06:00 Lagt úr höfn til veiða.
Kl. 14:00 Veiðum hætt og haldið til hafnar. Slysavarnardeildin Vörn mun bjóða keppendum uppá kaffi í björgunarsveitar húsinu að Tjarnargötu 18, (Lögreglustöðin í Ófærð).
Kl. 20:00 mun brugghúsið Segull 67 taka á móti keppendum í smá kynningu á þeirra framleiðslu að Vetrabraut 8.
Aflatölur dagsins verða birtar á http://www.sjol.is
Laugardagur 24. ágúst
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju – Kl. 06:00 Lagt úr höfn til veiða.
Kl. 14:00 Veiðum hætt og haldið til hafnar. Slysavarnardeildin Vörn tekur aftur á móti keppendum í kaffi á Tjarnargötu 18.
Lokahóf Sjósigl, Rauðku (Bláa húsið)
Kl. 20:00 verður húsið opnað og í framhaldi boðið uppá Steikarhlaðborð samhliða verðlaunaafhendingu.
Ranghermt er á vefsíðu Landsambandsins að það sé Björgunarsveitin Strákar sem sér um kaffið.
Mynd: siglo.is, Guðmundur Skarphéðinsson.
Sjá einnig á vefsíðu Landsambands sjóstangveiðifélaga