Á hrekkjavökunni, þriðjudaginn 31. október var gestum og gangandi, draugum, beinagrindum og allskyns furðuverum boðið að heimsækja Gránu sem hafði tekið á sig skuggalega mynd.
Síldarverksmiðjan varð um stundarsakir hin draugalegasta og innanhúss leyndust meðal annars aftugengnar síldarstúlkur og verksmiðjukarlar.
Þeir allra huguðustu heimsóttu mannlausan olíutankann þar sem Móðir mín í kví kví ómaði í myrkrinu við tóma ungbarnavöggu úr síldartunnu.
Satt best að segja fór viðburðurinn langt fram úr væntingum starfsmanna safnsins sem að honum stóðu. Þegar klukkan sló fimm streymdu að gestir á öllum aldri og næstu þrjá klukkutímana komu rétt rúmlega 300 manns.









Myndir/Síldarminjasafn Íslands