Jarðskjálfti að stærð 4,7 mældist austan við Grímsey í nótt

Jarðskjálfti að stærð 4,7 varð rétt austan við Grímsey klukkan 4:02 í nótt. Í kjölfarið fylgdu nokkrir eftirskjálftar, þar af sá stærsti 3,5 að stærð.

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands bárust stofnuninni tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist víða á Norðurlandi, meðal annars á Akureyri og Húsavík. Engar fregnir hafa borist af skemmdum.

Telið er að skjálftinn hafi orðið vegna flekaskila. Um sé að ræða virkt jarðskjálftasvæði, en þetta sé þó stærsti skjálftinn á svæðinu frá árinu 2013.

Mynd/Veðurstofa Íslands