5 ára afmælistónleikar Ástarpunganna verða haldnir í miðbæ Siglufjarðar laugardaginn 2. ágúst.
Sett verður upp stórt svið í miðbænum og verður öllu tjaldað til. Ásamt Ástarpungunum mun Eyþór Ingi, Tinna Hjalta og hljómsveitin Skandall koma fram. Hljómsveitin Skandall vann söngkeppni framhaldsskólanna núna í ár. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Síldarævintýrisins og er búist við mikið af fólki í bæinn eins og hefur verið seinustu ár.
Hljómsveitin Ástarpungarnir var stofnuð árið 2020 fyrir söngkeppni framhaldsskólanna það sama ár. Þeir sigruðu þá keppni og hafa verið að spila um allt land síðan þá. Á lagalista Ástarpunganna er hægt að finna eitthvað fyrir alla: popp, rokk, Íslenskt, erlent, fönk, latino og svo mætti lengi telja.
Hljómsveitina skipa þeir. Tryggvi Þorvaldsson, Rodrigo dos Santos Lopes, Júlíus Þorvaldsson, Mikael Sigurðsson, Guðmann Sveinsson og Hörður Ingi Kristjánsson.
