Alls voru 51.623 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júní 2021 og fjölgaði þeim um 245 frá 1. desember 2020 segir á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.  

Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru með skráða búsetu hér á landi um 1.814 einstaklinga.

Pólskum ríkisborgurum fækkaði á ofangreindu tímabili um 309 einstaklinga og litháískum ríkisborgurum fækkaði um 45 einstaklinga.  

Hins vegar hefur fjölgaði nokkuð í röðum rúmenskra, franskra og bandarískra ríkisborgara á umræddu tímabili. 
Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2019 til 2020 og 1. júní 2021. 

Þessar tölur eru byggðar á skráningu þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.

Mynd/ iStock