Slökkvilið Fjallabyggðar stóð í gær fyrir fræðslu um brunavarnir og slökkvitækjakennslu á Deplum í Fljótum.

Um 60 starfsmenn hótelsins tóku þátt í námskeiðinu sem er mikilvægt fyrir starfsmennina, þ.e. að fá þekkingu á notkun slökkvitækja og þekkingu um brunavarnir á vinnustöðum sem og á heimilum.

Ferðaþjónustan Deplar Farm er lúxushótel í Fljótum í Skagafirði og rekið af bandaríska fyrirtækinu Eleven Experience.

Á Deplum geta gestir notið fjölbreyttrar afþreyingar allt árið um kring. Á veturna eru boðið upp á ýmsar skíðaíþróttir, þar á meðal skíðagöngu, svig og fjallaskíði, auk þess sem tíu vélsleðar eru til staðar fyrir þá sem vilja kanna landslagið á snjó. Sumarið býður upp á veiði, kajak, hestaferðir, fjallahjól og aðra útivistarmöguleika.

Myndir/Slökkvilið Fjallabyggðar