Á dögunum tóku fjórar ungar stúlkur í Blakfélagi Fjallabyggðar þær Ísabella Ósk Stefánsdóttir, Oddný Halla Haraldsdóttir, Sylvía Rán Ólafsdóttir og Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir þátt í afreksbúðum Blaksambandsins.

Afreksbúðirnar voru staðsettar í Mosfellsbæ og voru það landsliðsþjálfarar Íslands sem stjórnuðu þeim, þar voru rúmlega 100 ungmenni víðs vegar af landinu.

Stelpurnar voru mjög ánægðar með æfingarnar og það skipulag sem var á búðunum, einnig fóru þær ásamt krökkunum á tvo A landsleiki.

Frétt og mynd: Blakfélag Fjallabyggðar