Mennta- og barnamálaráðuneytið stendur fyrir ráðstefnunni Farsæl skólaganga allra barna: Hvernig byggjum við upp heildstæða skólaþjónustu til framtíðar? á mánudag kl. 9-15 í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík og í streymi á vef Stjórnarráðsins. Ráðstefnan er liður í samráðsferli ráðuneytisins í tengslum við nýja umgjörð utan um meiri og öflugri skólaþjónustu í menntakerfinu.
