Tölum saman, samtals- og samráðsvettvangur barna og ungmenna, stendur yfir dagana 24.–27. september 2024. Á vettvanginum geta börn og ungmenni á aldrinum 13–18 ára látið skoðanir sínar í ljós og haft tækifæri til að hafa áhrif á aðgerðir og vinnu mennta- og barnamálaráðuneytisins í málefnum barna og ungmenna.
Markmið Tölum saman er að hvetja breiðan hóp barna og ungmenna um allt land til þátttöku og samtals sem snýr að stefnumótun og lagasetningu á sviði frístundastarfs, menntunar, farsældar barna og barnaverndar. Samtalið fer fram í skólastarfi og skipulögðu frístundastarfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. Áhersla er lögð á virka þátttöku og að leitað sé leiða til að ná til jaðarsettra barna og ungmenna.
Mennta- og barnamálaráðuneytið, Rannís/Landskrifstofa Erasmus+ og Samfés standa fyrir viðburðinum. Tölum saman fer fram á sérhönnuðum rafrænum vettvangi og er nýstárleg leið til þess að ná til sem flestra barna og ungmenna. Rafræni vettvangurinn er opinn fyrir skráða þátttakendur dagana 24.–27. september frá kl. 9:00–21:30.
Áhugi, skráning og þátttaka hefur farið vonum framar og eru fjölmargir hópar í skóla og frístundastarfi barna og ungmenna búin að senda inn skráningu.
Tölum saman, samtals- og samráðsvettvangur barna og ungmenna, stendur yfir dagana 24.–27. september 2024. Á vettvanginum geta börn og ungmenni á aldrinum 13–18 ára látið skoðanir sínar í ljós og haft tækifæri til að hafa áhrif á aðgerðir og vinnu mennta- og barnamálaráðuneytisins í málefnum barna og ungmenna.
Markmið Tölum saman er að hvetja breiðan hóp barna og ungmenna um allt land til þátttöku og samtals sem snýr að stefnumótun og lagasetningu á sviði frístundastarfs, menntunar, farsældar barna og barnaverndar. Samtalið fer fram í skólastarfi og skipulögðu frístundastarfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. Áhersla er lögð á virka þátttöku og að leitað sé leiða til að ná til jaðarsettra barna og ungmenna.
Mennta- og barnamálaráðuneytið, Rannís/Landskrifstofa Erasmus+ og Samfés standa fyrir viðburðinum. Tölum saman fer fram á sérhönnuðum rafrænum vettvangi og er nýstárleg leið til þess að ná til sem flestra barna og ungmenna. Rafræni vettvangurinn er opinn fyrir skráða þátttakendur dagana 24.–27. september frá kl. 9:00–21:30.
Áhugi, skráning og þátttaka hefur farið vonum framar og eru fjölmargir hópar í skóla og frístundastarfi barna og ungmenna búin að senda inn skráningu.
Mynd/aðsend