Erindi frá nýstofnuðu félagi, Fuglavinafélagi Siglufjarðar sem stofnað var í júlí 2024, var tekið fyrir á 864. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Fram kom að tilgangur félagsins er að stunda fuglaskoðun og bæta aðstöðu til hennar í þágu íbúa Fjallabyggðar og ferðamanna auk þess að efna til samvinnu við skóla í Fjallabyggð.

Félagið óskar einnig eftir viðræðum við bæjaryfirvöld síðar á árinu með það að markmiði að Fuglavinafélagið sjái um umönnun varplandanna í Siglufirði.

Bæjarráð óskaði stofnfélögum til hamingju með stofnun félagsins og þakkar kynningu á því.

Nefndarmenn fundarins voru þau, S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi og Sæbjörg Ágústsdóttir varafulltrúi.

Sjá fleiri fréttir af umönnun varplandanna og dúntekju: HÉR

Fjallabyggð framlengir dúntekju samning við Icelandic Eider ehf
Fuglavinafélag í Fjallabyggð

Mynd/Steingrímur Kristinsson