Á dögunum lauk Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar við að útbúa festingahólka fyrir alla nýju krossana sem settir verða upp í aðventu. Að þeirri vinnu lokinni voru krossarnir settir í geymslu, en aðeins tímabundið – því áformað er að tendra ljósin á þeim í upphafi aðventunnar.
Undirbúningurinn heldur þó áfram, því stangirnar sem bera krossana uppi voru settar niður á mánudag og þriðjudag, þrátt fyrir leiðinlegt suddaveður.
Með þessu heldur Rótarýklúbburinn áfram að leggja sitt af mörkum til að fegra bæinn og skapa notalega stemningu þegar aðventan gengur í garð.
Þessir dunduðu sér nokkra morgna við að setja múffur á krossana til að þeir passi á prikin. K.Haraldur, Haukur og Guðbjörn. Tveir þeir síðast nefndu eyddu möörgum morgnum í alls lags krossavinnu á Trésmíðaverkstæði Hauks.Félagi Ármann primus mótor í krossavinnunni til margra ára leit við á verkstæðinu ásamt Auði Ósk Magni bættist í hópinn síðustu morgnana, hann er eins og sjá má lengst til hægri.Gunnlaugur Ingi framkvæmdastjóri hjá Smáranum og Torfi á tækinu. Fyrsta brettið komið á sinn stað í bili.Guðmundur Ingi er einn af vinnuliðinu sem aldrei lætur sitt eftir liggja. Það er einhver spurnarsvipur á honum! Kannski veðrið?Þarna er búið að pakka ööllum krossunum og raða á bretti og flutningur í geymslu að hefjast. Torfi (snýr baki í ljósmyndara) vélamaður hjá Smáranum sá um flutninginn.Alda María í „Dior-dressinu“ sínu og Ingimar hnikklar vöðvana. Hann er þræl sterkur!