Á dögunum lauk Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar við að útbúa festingahólka fyrir alla nýju krossana sem settir verða upp í aðventu. Að þeirri vinnu lokinni voru krossarnir settir í geymslu, en aðeins tímabundið – því áformað er að tendra ljósin á þeim í upphafi aðventunnar.

Undirbúningurinn heldur þó áfram, því stangirnar sem bera krossana uppi voru settar niður á mánudag og þriðjudag, þrátt fyrir leiðinlegt suddaveður.

Með þessu heldur Rótarýklúbburinn áfram að leggja sitt af mörkum til að fegra bæinn og skapa notalega stemningu þegar aðventan gengur í garð.

Heimild/K. Haraldur Gunnlaugsson
Myndir/ KHG/Alda María/Guðmundur Ingi