Myndlistasýning barnanna á Leikskálum verður haldin á morgun, laugardaginn 8. nóvember, í ráðhúsinu á Siglufirði á annarri hæð, frá klukkan 14 til 16.
Á sýningunni verða verk barnanna til sölu, auk þess sem gestum stendur til boða að kaupa bakkelsi og kaffi. Allur ágóði rennur til kaupa á leikföngum, námskeiðum, viðburðum og öðrum verkefnum fyrir börnin í leikskólanum á Siglufirði.
Foreldrafélag Leikskála stendur fyrir viðburðinum og hvetur íbúa bæjarins til að líta við, njóta listar og stuðla um leið að góðu málefni.

Mynd/samansett



