Á 897. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lagði bæjarstjóri fram vinnuskjal vegna vinnufunda forstöðumanna og nefnda á milli umræðna um fjárhagsáætlun bæjarins.
Í framhaldinu lagði bæjarstjóri til að, að lokinni síðari umræðu um fjárhags- og framkvæmdaáætlun í bæjarstjórn, yrði haldinn opinn íbúafundur þar sem áætlanir ársins 2026 yrðu kynntar. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði haldinn í desember í Tjarnarborg.
Bæjarráð leggur áherslu á að fjárhagsáætlun, eins og hún liggur fyrir eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn, fari sem fyrst til umræðu í nefndum og meðal forstöðumanna stofnana.
Þá var bæjarstjóra falið að skipuleggja íbúafundinn, sem á að fara fram eigi síðar en 10. desember.



