Þrjár umsóknir bárust um starf hafnarvarðar í Fjallabyggðarhöfnum sem auglýst hafði verið laust til umsóknar og lágu fyrir á 4. fundi framkvæmda-, hafna- og veitunefndar Fjallabyggðar.
Nefndin leggur til að ráðningu verði frestað þar sem umsækjendur uppfylltu ekki að öllu leyti þær hæfniskröfur sem settar voru fram í auglýsingu. Jafnframt er lagt til að starfið verði auglýst að nýju síðar.
Hafnarstjóra og sviðsstjóra er falið að útfæra starfsemi hafnarinnar í samráði við núverandi hafnarvörð þar til ný auglýsing fer af stað.




