Skagafjörður hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera mannauðshugsandi vinnustaður árið 2025. Viðurkenningin er veitt leiðandi íslenskum vinnustöðum sem uppfylla skilyrði HR Monitor. HR Monitor framkvæmir rauntíma mannauðsmælingar hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi.

Skilyrðin til að hljóta verðlaunin fela m.a. í sér að senda þarf út mannauðsmælingar til allra starfsmanna að lágmarki ársfjórðungslega, eða frá fjórum til tólf sinnum á ári. Þá þurfa vinnustaðir að miðla niðurstöðum reglulega til starfsmanna og gera þeim grein fyrir árangri vinnustaðarins.

Sveitarfélagið hefur keyrt mælingar HR Monitor með stöðugum hætti og hefur nýtt niðustöðurnar í daglegum rekstri. Jafnframt gefa mælingarnar stjórnendum mikivæga innsýn yfir árangur sinna sviða, deilda og hópa.