Almennt gildir:

 • Starfsmenn viðhafa grundvallarsmitgát við öll störf sem felst meðal annars í handhreinsun og viðeigandi notkun hlífðarbúnaðar. Starfsfólk er hvatt til að viðhafa einstaklingsbundnar smitvarnir innan sem utan vinnu.
 • Starfsmaður með einkenni sem bent gætu til Covid-19 smits á ekki að mæta í vinnu en fara í sýnatöku og sýna fram á neikvætt svar áður en hann mætir til vinnu. Starfsmaður er í einangrun þar til neikvætt svar liggur fyrir.
 • Grímuskylda er hjá starfsmönnum í sameiginlegum rýmum utan matsala.

Heilsugæslan:

 • Mælst er til að starfsfólk í móttöku sé í starfsmannafatnaði.
 • Í móttöku og á röntgen og rannsókn er grímuskylda bæði skjólstæðinga og starfsmanna. 

Heimahjúkrun:

 • Grímuskylda er hjá starfsmönnum.

Sjúkra- og hjúkrunardeildir

 • Grímuskylda er hjá starfsmönnum.
 • Tveir gestir mega heimsækja sjúkling á dag. Stjórnandi getur veitt undanþágu frá fjölda heimsóknargesta við sérstakar aðstæður.
 • Við biðlum til aðstandenda og gesta á aldrinum 0-30 ára að koma ekki í heimsókn. Börn eru flest ekki bólusett og meiri hluti Covid-19 smita í samfélaginu í dag eru að greinast í aldurshópnum 18-29 ára.
 • Gestir fara rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni, mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis og þurfa að þvo hendur með sápu eða spritta áður en gengið er inn á heimili og einnig við brottför.
 • Heimsóknargestir þurfa að bera grímu.
 • Mælst er til að fullbólusettir heimsóknargestir sem dvalið hafa erlendis skili neikvæðu PCR prófi eftir heimkomu áður en þeir koma í heimsókn. Samráð skal haft við stjórnendur deilda og skilyrði að þeir séu með öllu einkennalausir.
 • Óbólusettir heimsóknagestir sem eru að koma erlendis frá mega ekki koma í heimsókn inn á heimilin fyrr en 14 dagar eru liðnir frá heimkomu (undanþágu er hægt að fá í samráði við stjórnendur deildar ef um skyndileg veikindi/lífslokameðferð er að ræða hjá íbúa).
 • Íbúum er áfram heimilt að fara út í garð og gönguferðir með sínum nánustu, en einnig er heimilt að fara með íbúa út af heimilinu í bílferðir eða heimsóknir. Við biðlum til íbúa, aðstandenda og annarra gesta að fara ekki á mannfagnaði eða aðrar samkomur með íbúa.
 • Utanaðkomandi persónuleg þjónusta við íbúa og dægrastytting (t.d. hársnyrtifólk, fótaaðgerðarfræðingar, hljóðfæraleikarar) þurfa að bera grímu.

Vinsamlega EKKI koma í heimsókn ef:

Þú ert í sóttkví eða einangrun

Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku

Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, kviðverki, niðurgang, breytt lyktar- eða bragðskyn).

Matsalir:

 • Mælst er til að starfsmenn haldi persónulegar sóttvarnir og spritti hendur fyrir og eftir komu í matsal.
 • Mælst er til að starfsmenn takmarki eins og kostur er þann tíma sem dvalið er í matsal.

Fullbólusettur starfsmaður sem ferðast erlendis

 • Starfsmaður er undanþeginn sóttkví í samfélaginu gegn framvísun vottorðs um bólusetningu á landamærum.
 • Starfsmaður skal fara strax í sýnatöku við komu til landsins og skila neikvæðu PCR prófi áður en hann kemur til vinnu. Starfsmaður fer þá í vinnusóttkví C og þarf að skila neikvæðu PCR prófi 5 dögum eftir komu til að losna úr sóttkví C.

Reglur þessar verða endurmetnar og uppfærðar í samræmi við gang faraldursins.

22. júlí 2021,

Framkvæmdastjórn og sóttvarnarlæknar HSN