Á 704 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar kom fram að enginn hefur sótt um tímabundna ráðningu skipulags- og tæknifulltrúa.

Lagði deildarstjóri til að samið verði við Teiknistofu arkitekta um að taka tímabundið að sér að vinna skipulagsvinnu og tengd verkefni á meðan skipulags- og tæknifulltrúi er í fæðingarorlofi.

Bæjarráð felur deildarstjóra að óska tilboða þriggja aðila í umrædda vinnu (tímagjald) og leggja niðurstöður fyrir bæjarráð.