DV greindi frá því fyrir skömmu að maður að nafni Kristinn Kristinsson, sem tengist þekktu eldsvoðamáli á Ólafsfirði í vetur og atviki er heimatilbúin sprengja var sprengd í Múlagöngum, hafði samband við þá í morgun.

Kristinn hefur ekki verið nafngreindur áður í fréttum DV um málið en hann æskti þess að koma fram í frétt undir nafni þess efnis að hann hafi verið borinn út úr íbúð sem hann bjó í á Ólafsfirði og búi núna í tjaldi ýmist í garði móður sinnar eða systur sinnar því félagsmálayfirvöldum í Fjallabyggð hefur ekki tekist að útvega honum annan samastað.

Ekki eru allir á eitt sáttir um þetta mál og má lesa nánar um það á vefsíðu DV: hér

Sprengja sprengd í Múlagöngum
Sprengjan í Múlagöngum sú stærsta sinnar tegundar