Borgarísjaki er á siglingu norður af mynni Siglufjarðar og hefur glatt augu fjölmargra í dag sem hafa lagt leið sína út að Strákagöngum og inn í Fljót til að líta hann augum. Veðurstofa Íslands gaf út hnit á stökum hafís þann 14. sept.- 66:21.5N, 19:03.4W.

 

Myndarlegur borgarísjaki

 

Borgarísjaki eða borgarís er ísjaki sem hefur brotnað úr jöklum sem skríða í sjó fram eða liggja meðfram strönd. Stærsti hluti af borgarísjaka er neðansjávar.

Borgarís sem flýtur á hafinu við Ísland kemur úr jöklum Grænlands og berst með Austur-Grænlandsstrauminum hingað vestan úr Grænlandssundi eða beint úr norðri á norðausturhluta Íslands.

 

Hér má sjá borgarísjakann fyrir utan Sauðanes

 

Eðlisþyngd borgarísjaka er 920 kg/m³. Vegna lítils munar við eðlisþyngd sjávar sem er 1025 kg/m³ er eingöngu 1/9 hluti ísjakans sem nær upp fyrir yfirborð sjávar. Erfitt er að dæma lögun hans undir sjávarmáli með því að horfa á hann ofansjávar. Þetta vandamál hefur leitt af sér máltækið “toppurinn á ísjakanum”.

 

Við Sauðanesvita

 

Algeng stærð ísjaka er 1-75 metrar yfir sjávarmáli og 100.000 – 200.000 tonn. Heimsmetið yfir stærsta borgarísjaka er að finna á Norður-Atlantshafi, en þar fannst ísjaki með 168 metra yfir sjávarmáli sem greint var frá ísbrjót árið 1958. Þessi hæð er jöfn 55 hæða byggingu. Ísjakar eins og þessi eiga uppruna sinn frá jöklum vestur Grænlands og innra hitastig þeirra er -15 til 20 °C.

 

Hér sést glöggt stærð jakans sem sést norður af mynni Siglufjarðar

 

Margir hafa lagt leið sína út að Strákagöngum til að sjá borgarísjakann

 

Staðsetning borgarísjakans þann 14. sept.

 

Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Heimild: Veðurstofa Íslands/Wikipedia