Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði var kölluð út rétt fyrir hádegi í dag. Það gerði skyndilega mikið veður með úrhellisrigningu og snörpum hviðum með þeim afleiðingum að þakplötur og stór hluti af þakdúk fauk af Suðurgötu 75 Siglufirði.

Eigendur hússins eru þau Særún Hlín Laufeyjardóttir og Aron Mar Þórleifsson, eiga þau þrjár dætur. Fjölskyldan þarf að flytja út tímabundið vegna mikilla skemmda sem urðu af völdum óveðursins.

Aðspurð tjáði Særún Hlín fréttaritara Trölla að mikið tjón hefði orðið innanhúss ásamt þakskemmdum. Skipta þarf um þak, eldhússkápa, rífa klæðningar af veggjum og laga gólf vegna vatnsskemmda. Ekki urðu skemmdir á innbúi.

 

Veður er gengið niður en spáð norðan óveðri þegar líður á vikuna.

 

Þessa mynd tók Sæunn Hólmarsdóttir þegar hún keyrði framhjá Suðurgötu 75 í morgun

 

 

Strákarnir mættir á staðinn að hjálpa til

 

Þakdúkurinn festur niður

 

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Sæunn Hólmarsdóttir/aðsendar