Netfangi Trölla hefur að undanförnu fengið síendurtekinn póst frá ókennilegum netföngum í nafni Póstsins.

Er þetta enn ein leið svikahrappa til að ná til Íslendinga í gegnum hin margvíklegustu fyrirtæki og embætti.

Fólk er varað við að svara tölvupóstinum og við því að ýta á hlekki og viðhengi sem geta fylgt slíkum skilaboðum. Ef þú hefur fengið eða færð póst af þessum toga skaltu tilkynna hann sem ruslpóst/spam í póstforritinu þínu.

Mikilvægt er að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar.

Hér má sjá sýnishorn úr póstum frá glæpamönnunum.