Rannsókn á skemmdarverkum sem unnin voru í Múlagöngum í mars þegar þar var sprengd heimagerð sprengja, er enn í fullum gangi. Sprengjan var sú stærsta sinnar tegundar sem sprengd hefur verið í þessum tilgangi á Íslandi. Refsing við brotinu getur verið allt að sex ára fangelsi segir á vefsíðu RUV.

Sjá frétt.

Sprengja sprengd í Múlagöngum

Mál sem hefur háan refsiramma

„Ef maður raskar öryggi járnbrautarvagna, skipa, loftfara, bifreiða eða annarra slíkra farar- eða flutningatækja, eða umferðaröryggi á alfaraleiðum, án þess að verknaður hans varði við 165. gr., þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum,“ segir í almennum hegningarlögum.

Það er enn verið að skoða hversu öflug sprengja var en lögreglan veit að þetta er sú stærsta af tegundinni IED (improvised explosive device) sem notuð hefur verið í þessum tilgangi hér á landi.