Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar bauð nýverið nemendum mið- og elsta stigs (5.–10. bekk) upp á mjög mikilvægan fræðsludag um netöryggi, miðlalæsi og ábyrga farsímanotkun.

Fræðslan var haldin í samstarfi við Netvís (Netöryggismiðstöð Íslands) og Netumferðaskólann, og voru fyrirlesararnir Skúli Bragi Geirdal og Haukur Brynjarsson með erindi sem vakti mikla athygli.

Helstu áherslur fræðslunnar:

• Valdefling og vitundarvakning: Nemendum var kennt hvernig á að vera öruggur á netinu, hvernig á að greina áróður og falsaðar upplýsingar og hvaða áhrif algóritmar samfélagsmiðla hafa á líf þeirra.

• Að taka stjórnina: Nemendur voru hvattir til að nota tæknina af skynsemi og forðast að láta tækninýjungar „stela athygli“ þeirra.

Um kvöldið bauð Foreldrafélagið foreldrum og aðstandendum að sækja 1 klst. fræðslu sem bar yfirskriftina „Stolin athygli leitar eiganda síns!“

Á fundinum fékk fólk nýjustu upplýsingar og hagnýt heilræði um:

1. Hvernig best er að stýra skjátíma og tryggja að notkun trufli ekki svefn, nám og félagslíf barna.

2. Mikilvægi þess að setja fjölskyldusáttmála um net- og farsímanotkun heima fyrir.

3. Hvernig hægt er að vera góð fyrirmynd og vera vakandi fyrir hættum á netinu, svo sem stafrænum glæpum og netáreitni.

Grunnskóli Fjallabyggðar þakkar Foreldrafélaginu kærlega fyrir frumkvæðið að því að fá þessa mikilvægu fræðslu til okkar og hvetur alla foreldra til að fylgja eftir þeim ráðum sem gefin voru.

Netvís er Netöryggismiðstöð Íslands og heldur utan um alla ráðgjöf og stuðning til foreldra.

  • Allt efni um ráðgjöf, samtal, farsímanotkun og aldurstakmörk –  HÉR
  • Efni um skjátíma: Nánari upplýsingar og leiðbeinandi viðmið um skjánotkun barna eftir aldri – HÉR

Heimild og myndir/Grunnskóli Fjallabyggðar