Lengri opnun verður í verslunum á Siglufirði fimmtudaginn 4. desember með jólastemmingu og tilboðum.

Siglósport verður með opið frá kl. 11:00 – 22:00. Þar verður boðið upp á afslátt, léttar veitingar og símnúmera lukkupott.

Jólalegt er orðið á Siglufirði, eflaust eiga margir eftir að rölta um bæinn, versla vörur fyrir jólin á góðu tilborðsverði og njóta mannlífsins og léttra veitinga.