Mikilvægt er að ökumenn fylgist reglulega með ökuljósum og geri úrbætur strax sé þeirra þörf.

Ökutæki með ljósin kveikt eru mun sýnilegri í umferðinni. Auk þess lýsa þau upp endurskin gangandi og hjólandi vegfarenda. 

Flestir bílar eru með sjálfvirkan dagljósbúnað sem kveikir á ökuljósum sjálfkrafa.

Í mörgum tilfellum kviknar bara á dagljósum framan á bílnum en ekki að aftan og það dugar ekki.

Í umferðarlögum er skýrt kveðið á um að ökuljós eiga að vera kveikt bæði að framan og aftan og þau eiga alltaf að vera kveikt – bæði dag og nótt.

Venjum okkur á að kanna ljósin reglulega, t.d. með því að ganga einn hring í kringum bílinn og athuga hvort perur og ljós séu í lagi. Stundum þarf að hreinsa klaka, snjó eða óhreinindi af ljósunum.

Í myndbandinu hér neðar er farið yfir ýmis atriði varðandi stillingu ökuljósa og mikilvægi þess að öll ljósin á bílnum séu kveikt.

Myndbandið er með íslensku tali og einnig textað á ensku og pólsku.