Í gær 31. október var undirritaður verksamningur milli Fjallabyggðar og ÍGF um sorphirðu í Fjallabyggð og gildir verksamningurinn frá 1. febrúar 2024 til þriggja ára, samkvæmt ákvæðum útboðslýsingar. 

Tilboð í sorphirðu fyrir tímabilið 2023-2026 voru opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar þann 5. október sl. Íslenska Gámafélagið (ÍGF) var með lægra tilboðið en einungis tvö tilboð bárust í verkið. Þau voru frá ÍGF og Terra.  Bæjarráð samþykkti í samræmi við tillögur ráðgjafa frá Eflu og tæknideildar að taka tilboði ÍGF.

Fjallabyggð tók tilboði Íslenska Gámafélagsins

Forsíðumynd/Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar og Jón Þórir Frantzson forstjóri ÍGF
Mynd/af vefsíðu Fjallabyggðar