Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokk fólksins á Norðurlandi eystra tók fyrir mál Félags eldri borgara á Siglufirði þann 3. desember í pontu Alþingis.

Þar nefndi hann mál fjármögnunarhryðjuverka eins og hann nefndi það og eftirfylgni nýrra ákvæða laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Þar er meðal annars átt við sjálfseignarstofnanir í því augnamiði að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sigurjón sagði að auðvitað væri hann mjög á móti fjarmögnun hryðjuverka en eftirfylgni áðurnefndra ákvæða gagnvart frjálsum félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum er komið út í tóma vitleysu.

Hann nefnir sem dæmi Gullusjóð sem er styrktarsjóður fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði og Félag eldri borgara á Siglufirði. Það virðist vera sem svo að misbrestur hafi orðið á upplýsingagjöf í samræmi við ákvæði áðurnefndara laga voru þessi félög sektuð um liðlega 400 þúsund hvort um sig.

Bæði félögin hafa bætt úr upplýsingagjöf og hefur Félag eldri borgara fengið hluta upphæðarinnar endurgreiddan en Gullusjóður hefur enga endurgreiðslu fengið til baka. Málið hefur verið til skoðunar í nokkra mánuði og skorar Sigurjón viðeigandi aðila að hraða þeirri vinnu og leita allra leiða til að skila peningunum.

Það er mikill auður fólginn í frjálsum félagasamtökum sagði Sigurjón, það væri miklu nær að leiðbeina félagasamtökunum í gegnum nýtt regluverk í stað þess að senda þeim sektir í gegnum heimabanka. Í lokin er rétt að hafa í huga að þeir sem voru uppvísir að því að senda tugi milljóna króna til hryðjuverkasamtakanna Hamas voru ekki látnir sæta neinni ábyrgð eftir því sem ég veit best. Ef ætlunin er að koma í veg fyrir peningaþvætti væri miklu nær að horfa til rafmyntar og notkun hennar hér á landi heldur en að vera að gera frjálsum félagasamtökum erfitt fyrir og leggja á þau háar sektir.

Sjá ræðu hans á Alþingi: HÉR

Mynd/skjáskot úr myndbandi