Í gær, sunnudaginn 14. desember var haldið glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria. Það mættu á annað hundrað manns á Why Not Lago til eiga góða stund saman og njóta kræsinga.

Veisluborðið svignaði undan kræsingum og sá matreiðslumeistarinn Kristján Örn Frederiksen um eldamennsku og framsetningu á lostætinu ásamt úrvals starfsfólki úr eldhúsi.

Guðbjörg Bjarnadóttir rekur veitingahúsið Why Not Lago með miklum myndarbrag og skipulagði hún viðburðinn ásamt því að sjá um söng á ballinu eftir borðhald. Um tónlist sá Pétur Hreinsson sem þekktur er fyrir að hafa spilað með hljómsveitinni Hafrót.

Eins og oft vill verða þá eru Siglfirðingar allstaðar, í myndum má sjá nokkra og voru fagnaðarfundir með þeim.

Borðin svignuðu undan kræsingum á jólahlaðborði á Gran Canaria
Kristján Örn Frederiksen matreiðslumeistari
Matseðillinn. Mynd: Why Not Lago

Myndir: Trölli.is