Inga Sæland hefur lokið við að undirrita nauðsynleg gögn til forseta Íslands vegna jólabónuss tekjulágra lífeyrisþega.

Nú er hinkrað eftir undirritun frá Höllu Tómasdóttur forseta.

Tryggingastofnun leggur allt kapp á að koma eingreiðslunni til skila fyrir helgi til allra sem eiga rétt á henni.

Rúmlega 37 þúsund manns eiga von á greiðslu og full greiðsla nemur 73.390 krónum, hún er undanþegin skatti og leiðir ekki til skerðingar á öðrum greiðslum.

Mynd: Flokkur fólksins