Aflatölur fyrir tímabilið frá 1. janúar til 30. nóvember lágu fyrir á 5. fundi framkvæmda-, hafna- og veitunefndar Fjallabyggðar. Samkvæmt þeim var heildarafli sem landað var á Siglufirði 13.817 tonn á árinu 2025, samanborið við 14.129 tonn á sama tímabili árið 2024.

Fjöldi landana á Siglufirði hefur verið nánast óbreyttur milli ára. Á árinu 2025 voru þær 1.243 en 1.237 árið áður. Á Ólafsfirði hefur hins vegar verið landað mun minna magni en árið áður. Þar var landað 64 tonnum í 56 löndunum á árinu 2025, samanborið við 134 tonn í 117 löndunum árið 2024.

Landaður afli í nóvembermánuði var þó umtalsvert meiri á Siglufirði en árið á undan. Í nóvember 2025 var landað um 2.100 tonnum í 85 löndunum, á meðan afli í sama mánuði árið 2024 nam um 1.000 tonnum í 23 löndunum.