Jólaparamót BF fór fram í dag í íþróttahúsinu á Siglufirði og var þar sannkölluð hátíðarstemning. Snilldartaktar sáust víða og leikirnir voru jafnir og hörkuspennandi frá upphafi til enda.
Alls tóku tólf pör þátt í mótinu í ár og er þátttakendum þakkað kærlega fyrir komuna og góða þátttöku.
Að loknu móti vill BF færa helstu styrktaraðilum sérstakar þakkir fyrir stuðninginn. Þar ber að nefna Siglufjarðar Apótek, Siglóveitingar, Kea Hótel, Segull 67, Kjörbúðin, Siglósport og ChitoCare.
Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin auk þess sem dregið var í happadrætti meðal þátttakenda. Í fyrsta sæti urðu Ingó og Sonja, í öðru sæti Ása Gunna og Sigurgeir og í þriðja sæti Anna Brynja og Isabella Ósk.
Jólaparamót BF tókst í alla staði vel og mátti finna bæði keppnisanda og jólagleði í húsinu.
Mynd: facebook / Blakfélag Fjallabyggðar




