Íbúum Fjallabyggðar fækkar um 6 manns á milli mánaða
Þann fyrsta janúar 2026 voru samkvæmt Þjóðskrá 2.011 íbúar með lögheimili í Fjallabyggð. Þann 1. des. 2025 voru íbúar Fjallabyggðar 2.017 manns og hefur þeim því fækkað um 0,3% á milli mánaða.
Í desember 2023 voru íbúar Fjallabyggðar 2.010, þannig að Íbúatala sveitarfélagsins er nánast óbreytt frá því 1. desember 2023, þá var íbúatala sveitarfélagsins 2.010.
Fjöldi íbúa eftir sveitarfélögum 1. janúar 2026
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 25 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2025 til 1. janúar 2026 og íbúum Hafnarfjarðar fjölgaði á sama tímabili um 65 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 26 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fækkað um 53 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 39 íbúa.
Fjölgar hlutfallslega mest í Súðavíkurhreppi
Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum í Súðavíkurhreppi fjölgað hlutfallslega mest frá 1. desember 2025 um 2,2% en íbúum þar fjölgaði um 5 íbúa. Hlutfallslega fjölgaði íbúum næst mest í Fljótsdalshreppi eða um 1,7%. Af 62 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 31 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 31.



