Í síðustu viku fór fram formleg afhending lykla að félagsheimilinu Bifröst.
Líkt og Skagfirðingar vita hafa þau hjónin Bára Jónsdóttir og Sigurbjörn Björnsson, ásamt fjölskyldu sinni, staðið vaktina af mikilli alúð í rúm 20 ár. Framlag þeirra til menningarlífs í sveitarfélaginu hefur verið ómetanlegt og óhætt er að segja að þau hafi sett sinn svip á félagslíf íbúa og gesta undanfarna áratugi.
Á komandi vikum taka nýir rekstraraðilar við keflinu og verður það auglýst nánar síðar.



