Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 22. mars s.l. að fresta næstu þremur gjalddögum fasteignagjalda þ.e. 1. apríl, 1. maí og 1.  júní og færa þá á 1. september, 1. október og 1. nóvember. 

Jafnframt var samþykkt vegna skertrar þjónustu að taka til endurskoðunar innheimtu gjalda s.s. leikskólagjalda, tónlistarskóla, frístund o.fl. 

Farið verður í að endurreikna gjöldin við fyrsta tækifæri, en eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja til um hvenær þeirri vinnu verði lokið.