Í gær heimsótti Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra Húnaþing vestra og átti fund með sveitarstjórn, fulltrúum fjallskilastjórna og veiðifélaga.

Á fundinum fór hann yfir hugmyndir að stofnun miðhálendisþjóðgarðs og gátu fundarmenn komið sínum sjónarmiðum á framfæri.

Að loknum fundi fóru fulltrúar sveitarfélagsins ásamt ráðherra upp á Arnavatnsheiði þar gafst frekara tækifæri til að koma sjónarmiðum sveitarstjórnar á framfæri.

.

Myndir: Húnaþing vestra