Mikil framkvæmdagleði er á Siglufirði um þessar mundir og má sjá þess merki hvert sem litið er.
Verið er að gera upp eldri hús, vinna að viðhaldi, fegra, mála og prýða umhverfið.
Eins er Siglufjörður einstaklega snyrtilegur, starfsmenn bæjarins eru að vinna við slátt og annað víðsvegar um bæinn þessa dagana.
Það er virkilega gaman að ganga um bæinn og sjá hann blómstra sem aldrei fyrr eins og myndirnar bera með sér, svo eru eflaust framkvæmdir mun víðar en hér er tæpt á.
Hægt er að smella á myndir til að sjá þær stærri.

Verið er að skipta um þak á Ljóðasetri Íslands 
L-7 verktakar að störfum 
Ráðhúsið 
Hér eru múrviðgerðir í gangi 
Verið er að vinna við nýja púttvöllin við Hvanneyrabraut 
Doddi málari að rúnta á milli verkefna 
Sláttur í gangi 
Þormóðsgata 
Ferðamenn í stórþvotti og sláttur í gangi 
Hlíðarvegur 
Hólavegur 
Túngata 
Hvanneyrabraut 
Hvanneyrabraut 
Hafnartún 
Laugarvegur



