Hljómsveitin Angurværð hefur nú sent frá sér nýtt lag sem heitir “Aðeins eina þrá” og er það þriðja lagið sem sveitin gefur út.
Textinn er eftir Valgeir Skagfjörð en lagið er erlent.

Lagið verður leikið í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla alla sunnudaga frá kl. 13 – 15.

Fyrsta lag sveitarinnar, “Ferðalangur” fékk góða athygli og náði fimmta sæti á vinsældalista Rásar tvö. Angurværð er að finna á Spotify og Youtube og einnig á Facebook.

Sjá einnig eldri frétt af Angurværð:

ANGURVÆRÐ MEÐ NÝTT LAG – ERTU KOMINN