Dagana 17-21.maí sl. var úttekt fyrir fíkniefnahunda og stjórnendur þeirra, haldin á vegum lögreglustjórans á Norðurlandi vestra og mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar.

Úttektin var einnig í góðri samvinnu við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og fangelsismálastofnun.

Í úttektinni stóðust 9 hundar og stjórnendur þeirra margvísleg próf, og voru þar í bland eldri reynsluboltar sem og nýir fíkniefnahundar og stjórnendur þeirra.

Teymin komu frá lögreglunni, tollgæslu og fangelsismálastofnun.

Á facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að það sé virkilega ánægjulegt að vita til þess að löggæslustofnanir í landinu hafi á að skipa góðum fíkniefnahundum í baráttunni við fíkniefni.

Dómarar í úttektinni komu frá London metropolitan police dog school og frá lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra.

Mynd/ HB Erlingsson